Monday, September 11, 2006

ég held ég sé dauð

Thursday, December 29, 2005

æðisleg hljómsveit er fædd!


jæja. nú er tónleika annáll ársins. fallegustu og skemmtilegustu tónleikar ársins: LE TIGRE!!! í apolo í BCN voru alger draumur og breiddi sko mongóbros um allt andlit og feminista og lendarrokk stuðtónleikar frá óskadraumi sem ég hefði aldrei getað séð fyrir. svo er nú annað sem kom æðislega á óvart!:


er splúnkuný og yndisleg hljómsveit sem fæddist í vetur. til hamingju með undurfallega fæðingu. takk fyrir mig! þessi hljómsveit stendur saman af fólki sem voru gerð til að experimenta og rokka saman. úff þau eru æði. takk rósa takk danni takk bibbi takk bjössi.











Tuesday, December 20, 2005

velkomin froskur og kisi

hai
hér eftir er upptalning á heimilisverum á w street:
-kó apastelpa, amma hennar á húsið sem við fáum að sofa og borða í.
-sb kisi, sem fær að vera þurfalingur og baka jólakökur um sinn.
-bangsinn, eða flugbangsinn eins og hann kallar sig helst fann sb á flugvellinum í portugal. þarna mættust tvær týndar sálir og saman héldu þau í heimsför sem hefur ílengst dáldið. enda erfitt að vera flugbangsi nema í praxis.
-apastelpan er kannski frægust af okkur öllum, ef jólasveinninn er ekki talinn með. hún er búin að þekkja kó lengst af öllum hér á lista (og flugbangsinn og sb lengst) en hún er prakkaraskinn sem á kærasta útum allar trissur. enda öruggast ef hún ætlar að vera á þvælingi alltaf með hinum dýrunum sem hafa aldrei geta setið kyrr í 5 min. henni líður þó best með bokku og reyk í rökkvuðu rými. hún er náttlega alin upp hjá veraldarvanri sjókonu.
-kisi sem heitir annaðhvort kristín eða fríða eða kristbjörg eða sveinbjörg eftir aðstæður. stundum sveinbjörg á morgnanna því þá finnst honum gott að kúra því hann er bara lítill kettlingur. hann flutti inn eftir að hafa ráðist á sb í ikea. jih hvað hann er kelinn og sætur.
-froskurinn er með litla gullkórónu enda krónprinsessa í fyrra lífi. hann er dásamlegur ferðafélagi líka einsog bangsinn og geymir oft prjónadót eða bækur í maganum. í flugum kýs hann þó öllu búrókratískara innihald einsog flugmiða og passa. amma stella og egill breytast í kossageitur þegar þau sjá hann, enda aldrei að vita nema einn daginn breytist jólin í ævintýri.